Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
   fös 26. maí 2023 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Vonast til að Stefán verði með í næsta leik - „Hann fékk högg á rófubeinið“
Stefán fékk högg á rófubeinið.
Stefán fékk högg á rófubeinið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, á ekki von á öðru en að Stefán Ingi Sigurðarson verði klár í næsta leik liðsins í deildinni.

Stefán Ingi skoraði sigurmarkið í 1-0 sigrinum á Val á Kópavogsvelli í gær en fór síðan meiddur af velli þegar tæpar tuttugu mínútur voru eftir.

Hann fékk þungt högg aftan í mjóbakið og gat ekki haldið áfram en þegar hann var kominn af vellinum þurfti að bera hann af vellinum og eðlilega margir Blikar áhyggjufullir yfir stöðu mála.

Óskar Hrafn býst ekki við að meiðslin séu af alvarlegum toga og gerir ráð fyrir honum í næsta leik sem er gegn Keflavík á mánudag.

„Ég veit það ekki. Hann fékk högg á rófubeinið þannig það verður að koma í ljós. Ég á ekki von á því að það sé mikið og hann verður vonandi klár í næsta leik,“ sagði Óskar Hrafn við Fótbolta.net.

Stefán er markahæsti maður deildarinnar með 7 mörk.
Óskar Hrafn: Erum núna farnir að labba án þess að nota staf
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner