Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   sun 26. maí 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Nökkvi og Dagur Dan í tapliðum
Dagur Dan
Dagur Dan
Mynd: Getty Images

Dagur Dan Þórhallsson var í byrjunarliðinu þegar Orlando City tapaði 2-0 gegn Columbus Crew í MLS deildinni í Bandaríkjunum í nótt.


Hann var tekinn af velli eftir tæplega klukkutíma leik. Staðan var 1-0 í hálfleik en seinna markið kom stuttu eftir að Dagur var farinn af velli.

Nökkvi Þeyr Þórisson byrjaði á bekknum þegar St. Louis City tapaði 2-1 gegn Seattle Sounders. Hann kom inn á sem varamaður eftir tæplega klukkutíma leik.

Þá var staðan markalaus en Seattle Sounders komst í 2-0 áður en St. Louis City klóraði í bakkann.

Orlando er í 10. sæti í Austurdeildinni með 16 stig eftir 14 umferðir. St Louis er einnig með 16 stig eftir 14 leiki í 10. sæti Vesturdeildar.

´


Athugasemdir
banner
banner