Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 26. júní 2019 06:00
Arnar Helgi Magnússon
Kompany við Chelsea: Ráðið manninn!
Mynd: Getty Images
Vincent Kompany, fyrrum leikmaður Manchester City, hvetur Chelsea til þess að ráða Frank Lampard sem næsta stjóra liðsins.

Kompany yfirgaf Manchester City eftir leiktíðina og tók við stjórastarfi í Belgíu, hjá uppeldisfélaginu, Anderlecht.

„Ráðið manninn! Hann er rétti maðurinn í þetta starf. Hanzn er frábær persónuleiki og einnig sá leikmaður sem að ég leit hvað mest upp til og lærði mikið af," segir Kompany.

Frank Lampard er talinn líklegastur til þess að taka við liðinu af Maurizo Sarri sem að lét af störfum til þess að taka við Juventus. Chelsea fékk í gær formlegt leyfi frá Derby til að hefja viðræður við Lampard.

„Hann er hrikalega klár náungi sem er með allt á hreinu. Ég held að hann gæti gert góða hluti hjá Chelsea. Ég styð hann 100%," sagði Kompany að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner