banner
   mán 26. júlí 2021 12:25
Elvar Geir Magnússon
Barton heldur fram sakleysi - Segist ekki hafa ráðist á eiginkonu sína
Joey Barton.
Joey Barton.
Mynd: Getty Images
Joey Barton heldur fram sakleysi sínu en hann er sakaður um að hafa lamið eiginkonu sína með þeim afleiðingum að hún hlaut áverka á höfði.

Barton og Georgia McNeil hafa verið saman síðan í æsku en þau giftu sig fyrir tveimur árum.

Samkvæmt enskum fjölmiðlum er Barton, sem er stjóri enska D-deildarliðsins Bristol Rovers, sagður hafa veist að eiginkonu sinni í gleðskap á heimili vinafólks þeirra í London.

Barton kom fyrir dóm í morgun, gegnum fjarfundarbúnað, og sagðist vera saklaus.

Sagt er að hann hafi gripið um háls McNeil og sparkað í höfuð hennar eftir hávært rifrildi þeirra fyrir utan heimili vinafólks. Það blæddi úr nösum hennar og hún hringdi í kjölfarið á lögregluna.

Barton segir að þessi atburðarás sé uppspuni og engin árás hafi átt sér stað.

Í gegnum lífsleiðina hefur gustað mikið um Barton en hann hefur tvívegis fengið dóm fyrir ofbeldi. Í 2008 var hann í slagsmálum í miðbæ Liverpool og þá fékk hann einnig dóm fyrir að ráðast á liðsfélaga sinn Ousmane Dabo á æfingasvæði Manchester City.
Athugasemdir
banner
banner
banner