Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 26. júlí 2021 21:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pepsi Max-deildin: KR valtaði yfir Fylki
Kennie átti stóran þátt í öðru marki KR og Kristján Flóki skoraði það þriðja.
Kennie átti stóran þátt í öðru marki KR og Kristján Flóki skoraði það þriðja.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli kom KR yfir í leiknum.
Atli kom KR yfir í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR 4 - 0 Fylkir
1-0 Atli Sigurjónsson ('9 )
2-0 Óskar Örn Hauksson ('38 )
3-0 Kristján Flóki Finnbogason ('56 )
4-0 Ægir Jarl Jónasson ('78 )
Lestu um leikinn

KR tók á móti Fylki í lokaleik 14. umferðar í Pepsi Max-deild karla. Það var eiginlega ljóst frá fyrstu mínútu hvort liðið myndi vinna leikinn í kvöld.

„KR svona 97 prósent með boltann þessar fyrstu fimm mínútur," skrifaði Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson á fimmtu mínútu í textalýsingu frá leiknum.

Fjórum mínútum síðar kom Atli Sigurjónsson heimamönnum yfir með frábæru skoti.

„VÁÁÁÁÁÁÁÁ. Ég var eitthvað að skrifa en ég þurfti að stroka það allt út því Atli ákvað að skora bara eitthvað geggjað mark. Fylkismenn eru að leika sér með boltann í öftustu línu. KR pressar og Aron Snær sparkar fram en spyrna hans er ekki góð. Arnór Sveinn kemur boltanum svo út á Atla sem er við hægra vítateigshornið. Atli fer yfir á vinstri og neglir þessu bara í markið," skrifaði Gummi þegar hann lýsti marki Atla.

Óskar Örn Hauksson bætti við öðru marki KR á 38. mínútu eftir skot frá Kennie Chopart og leiddu KR-ingar 2-0 í hálfleik. Kristján Flóki Finnbogason skoraði þriðja mark KR og varamaðurinn Ægir Jarl Jónasson innsiglaði sigurinn með marki á 78. mínútu.

Yfirburðir KR voru mjög miklir í kvöld og liðið að vinna sinn þriðja sigur í síðustu fjórum leikjum. Fylki var aftur á móti að tapa sínum þriðja leik í síðustu fjórum leikjum. Fylkir er í 9. sæti, fjórum stigum frá fallsæti. KR er í þriðja sæti, fimm stigum frá toppliði Vals.
Athugasemdir
banner
banner