Miðjumaður Everton orðaður við Man Utd - Ramos til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
banner
   fim 26. ágúst 2021 21:12
Þorgeir Leó Gunnarsson
Jóhannes: Það er stutt á milli
KR upp fyrir Aftureldingu
Kvenaboltinn Lengjudeildin
Jóhannes Karl þjálfari KR
Jóhannes Karl þjálfari KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR fór í heimsókn í Mosfellsbæinn í kvöld í 16.umferð Lengjudeildar kvenna. Sannkallaður úrslitaleikur gegn Aftureldingu um sæti í Pepsi Max á næsta ári og það var að lokum KR sem tók öll stigin sem voru í boði. 0-3 sigur var niðurstaðan og Jóhannes Karl þjálfari KR var að vonum sáttur í leikslok.

„Hörku leikur. Þetta var bara það sem við áttum von á. Afturelding er með frábært lið og búið að leggja mikið í starfið hérna. Við vissum að þetta yrði barningur í 90 mínútur og þetta var það. 3-0 er kannski stærra en það þurfti að vera. Mér fannst KR liðið bara spila vel í dag. Við lögðum upp með það að vera þéttar og loka ákveðnum svæðum. Sækja svo úr þeim leikstöðum sem við fengum, við gerðum það eiginlega frábærlega í dag" Sagði Jóhannes beint eftir leik.

KR er núna sem stendur í 2.sæti deildarinnar og nægir því að klára sína tvo leiki til að fara upp. Jóhannes var meðvitaður um mikivægi sigursins en var þó ekki á því að þetta væri komið „Það er of mikið eftir til að svara því. Það hefur sýnt sig í sumar að það er stutt á milli. Deildin er feykilega sterk og við eigum eftir tvo leiki. Þurfum að sækja 6 stig áður en við getum fagnað einhverju" Sagði Jóhannes að lokum.

Nánar er rætt við Jóhannes í viðtalinu hér fyrir ofan og hann meðal annars spurður út í rauðu spjöldin undir lok leiks.
Athugasemdir
banner