Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   fim 26. ágúst 2021 21:12
Þorgeir Leó Gunnarsson
Jóhannes: Það er stutt á milli
KR upp fyrir Aftureldingu
Kvenaboltinn Lengjudeildin
Jóhannes Karl þjálfari KR
Jóhannes Karl þjálfari KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR fór í heimsókn í Mosfellsbæinn í kvöld í 16.umferð Lengjudeildar kvenna. Sannkallaður úrslitaleikur gegn Aftureldingu um sæti í Pepsi Max á næsta ári og það var að lokum KR sem tók öll stigin sem voru í boði. 0-3 sigur var niðurstaðan og Jóhannes Karl þjálfari KR var að vonum sáttur í leikslok.

„Hörku leikur. Þetta var bara það sem við áttum von á. Afturelding er með frábært lið og búið að leggja mikið í starfið hérna. Við vissum að þetta yrði barningur í 90 mínútur og þetta var það. 3-0 er kannski stærra en það þurfti að vera. Mér fannst KR liðið bara spila vel í dag. Við lögðum upp með það að vera þéttar og loka ákveðnum svæðum. Sækja svo úr þeim leikstöðum sem við fengum, við gerðum það eiginlega frábærlega í dag" Sagði Jóhannes beint eftir leik.

KR er núna sem stendur í 2.sæti deildarinnar og nægir því að klára sína tvo leiki til að fara upp. Jóhannes var meðvitaður um mikivægi sigursins en var þó ekki á því að þetta væri komið „Það er of mikið eftir til að svara því. Það hefur sýnt sig í sumar að það er stutt á milli. Deildin er feykilega sterk og við eigum eftir tvo leiki. Þurfum að sækja 6 stig áður en við getum fagnað einhverju" Sagði Jóhannes að lokum.

Nánar er rætt við Jóhannes í viðtalinu hér fyrir ofan og hann meðal annars spurður út í rauðu spjöldin undir lok leiks.
Athugasemdir
banner
banner
banner