Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
   þri 26. ágúst 2025 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Eigendur Newcastle heimsóttu Isak
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Eigendur Newcastle heimsóttu Alexander Isak til að spjalla við hann fyrir heimaleikinn gegn Englandsmeisturum Liverpool í gær.

Daily Mail greinir frá þessu og segir að eigendurnir hafi farið í heimsóknina í tilraun til að sannfæra framherjann um að vera áfram hjá félaginu.

Eddie Howe þjálfari Newcastle var spurður út í heimsóknina eftir dramatískt tap í leiknum gegn Liverpool.

„Ég vissi ekki af heimsókninni. Viðræður hafa verið í gangi á milli félagsins og leikmannsins síðan hann neitaði að fara með í æfingaferðina. Ég hef ekki blandað mér í þau mál, ég einbeiti mér að því að þjálfa þá leikmenn sem eru til staðar. Það er erfitt fyrir mig að svara spurningum sem tengjast mögulegum félagaskiptum hans," svaraði Howe.

Eigendurnir eru að bjóða Isak nýjan samning. Þeir vilja láta hann skipta um skoðun eftir að leikmaðurinn sjálfur tjáði sig á samfélagsmiðlum á dögunum og sagðist ekki geta spilað aftur fyrir Newcastle.

   19.08.2025 20:04
Isak með yfirlýsingu: „Þegar traustið er brotið getur sambandið ekki haldið áfram"


Isak hefur ekki æft með leikmannahópi Newcastle í sumar og neitar að spila fyrir félagið, þrátt fyrir að vera með þrjú ár eftir af samningi.
Athugasemdir
banner