Tottenham reynir við Savinho og Paz - Ensk stórlið vilja Rodrygo - Donnarumma með munnlegt samkomulag við City
   þri 26. ágúst 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin í dag - Celtic og Bodö/Glimt spila úrslitaleiki
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það eru þrír leikir á dagskrá í forkeppni Meistaradeildarinnar í dag og í kvöld þar sem Celtic er meðal félaga sem fá tækifæri til að tryggja sér þátttöku í deildarkeppninni í haust.

Celtic heimsækir Kairat Almaty til Kasakstan en liðin gerðu markalaust í fyrri leiknum í Skotlandi.

Skotlandsmeistararnir margföldu eiga erfiðan leik framundan en þjálfari þeirra Brendan Rodgers hefur verið að gera flotta hluti og er eftirsóttur af félögum í ensku úrvalsdeildinni.

Celtic er að berjast um sæti í deildarkeppni Meistaradeildarinnar alveg eins og liðin sem mæta til leiks í kvöldleikjunum. Þar eru Norðmennirnir í liði Bodö/Glimt svo gott sem komnir áfram eftir fimm marka sigur í fyrri leiknum gegn austurríska stórveldinu Sturm Graz.

Að lokum þarf Crvena zvezda frá Serbíu, betur þekkt sem Rauða stjarnan, að sigra gegn Pafos í Kýpur eftir óvænt tap í fyrri leiknum sem fór fram á heimavelli.

Leikir dagsins
16:45 Kairat Almaty - Celtic (0-0)
19:00 Pafos - Crvena zvezda (2-1)
19:00 Sturm Graz - Bodö/Glimt (0-5)
Athugasemdir
banner