Tottenham reynir við Savinho og Paz - Ensk stórlið vilja Rodrygo - Donnarumma með munnlegt samkomulag við City
   mán 25. ágúst 2025 18:17
Ívan Guðjón Baldursson
Slot: Newcastle með frábær gæði þó það vanti Isak
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Arne Slot er spenntur fyrir stórleik gegn Newcastle United sem hefst eftir smá. Hann svaraði spurningum á fréttamannafundi um helgina og ræddi meðal annars um nýju leikmennina sem Liverpool hefur keypt í sumar fyrir um 300 milljónir punda.

Þá ræddi hann einnig um Alexander Isak og talaði um að Newcastle væru verðugir andstæðingar með eða án framherjans. Isak, einn af verðmætustu framherjum í heimi í dag, er ekki í hóp hjá Newcastle fyrir leikinn gegn Liverpool. Hann vill yfirgefa félagið, einmitt til að ganga í raðir Englandsmeistaranna.

„Ég er mjög ánægður með leikmannahópinn sem stendur en við erum alltaf að leita að öflugum fótboltamönnum sem geta bætt liðið. Við erum með mjög góða breidd og það sást á föstudaginn þegar varamennirnir hjálpuðu okkur að klára leikinn," sagði Slot.

„Ég vil ekki tala um möguleg skotmörk á leikmannamarkaðinum þegar við erum með Hugo Ekitike hérna. Hann hefur byrjað ferilinn sinn frábærlega með okkur og við ættum að gefa honum meiri athygli. Það væri ósanngjarnt gagnvart honum að færa athyglina yfir á einhverja aðra leikmenn sem eru ekki einu sinni partur af félaginu.

„Það verður missir fyrir þá að vera ekki með Isak. Hann skoraði tvisvar sinnum gegn okkur á síðustu leiktíð, bæði í úrslitaleik deildabikarsins og í útileiknum í deildinni. Hann er stórhættulegur leikmaður en Newcastle býr yfir mikið meiri gæðum heldur en þeim sem finnast í bara einum leikmanni. Þeir eru með aðra valkosti í hópnum hjá sér."


Newcastle byrjaði nýtt úrvalsdeildartímabil á markalausu jafntefli á útivelli gegn Aston Villa, eftir að hafa átt slakt undirbúningstímabil. Newcastle tapaði fjórum sinnum og gerði tvö jafntefli í opinberu æfingaleikjum sumarsins, án þess að fara með sigur af hólmi.

„Gordon, Elanga og Barnes geta allir verið í byrjunarliðinu hjá þeim og svo er Murphy á bekknum. Þeir eru með mjög mikil gæði í liðinu sínu þó það vanti aðal framherjann. Við verðum að vera uppá okkar besta hvort sem Isak er með þeim eða ekki. Við verðum að vera miklu betri heldur en þegar við töpuðum úrslitaleik deildabikarsins á síðustu leiktíð. Newcastle verðskuldaði þann titil, þeir voru betri en við."

Newcastle hefur ekki unnið gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni síðan í desember 2015, þegar Steve McClaren var við stjórnvölinn.

   22.08.2025 09:55
Howe um Isak: Sorglegt hvernig þetta hefur þróast

Athugasemdir