
Srdjan Tufegdzic, aðalþjálfari meistaraflokks karla hjá Val, hefur skrifað opið bréf til stuðningsmanna eftir tap í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á föstudaginn.
Valur tapaði þar fyrir Ísfirðingunum í spútnik liði Vestra, sem voru að vinna sinn fyrsta bikartitil í sögunni.
Túfa þakkar stuðningsmönnum fyrst og fremst fyrir góðan stuðning í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli og hvetur til dáða fyrir lokahnykk deildartímabilsins. Valsarar eru þar í harðri titilbaráttu í Bestu deild karla og eiga heimaleik við nýliða Aftureldingar annað kvöld.
„Fyrst og fremst langar mig að þakka fyrir flottan stuðning síðasta föstudag á Laugardalsvelli.
„Einn af okkar draumum var að vinna bikar eftir langan tíma og gefa okkar fólki gleði og hamingju, en það tókst ekki þrátt fyrir að við gáfum allt í það.
„Næsti leikur í deildinni sem við erum að leiða, er á morgun á móti góðu liði Aftureldingar. Það eru átta leikir eftir af tímabilinu og allir leikir eru gríðarlega mikilvægir fyrir okkur.
„Við þurfum á ykkar stuðning, ástríðu, jákvæðni og mikla samstöðu í baráttunni sem framundan er.
„Ég er alinn þannig upp að þegar á móti blæs þá standa fjölskyldur saman, meira en aldrei áður og passa upp á sín börn ennþá fastar.
„VIÐ erum VALS FJÖLSKYLDA og núna þurfum við að þétta raðirnar og standa saman til enda, leggja sál og hjarta fyrir félagið okkar."
22.08.2025 21:03
Mjólkurbikarinn: Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögunni
Athugasemdir