Tottenham reynir við Savinho og Paz - Ensk stórlið vilja Rodrygo - Donnarumma með munnlegt samkomulag við City
   mán 25. ágúst 2025 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hverfandi líkur á að Orri snúi aftur eftir höfuðmeiðsli
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri Sigurjónsson var ekki í leikmannahópi Þórs gegn Njarðvík á laugardag. Orri fékk höfuðhögg í leiknum gegn ÍR um síðustu helgi og fór af velli í kjölfar þess.

Það var langt frá því að vera fyrsta höfuðhöggið sem Orri hefur fengið síðustu misseri og missti hann mikið út árið 2024 vegna höfuðmeiðsla.

Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, var spurður út í stöðuna á Orra eftir leikinn gegn Njarðvík.

Lestu um leikinn: Þór 3 -  1 Njarðvík

„Staðan á honum er ekkert sérstök, það er höfuðvesen á honum og vonandi sjáum við hann eitthvað inn á vellinum, en það eru hverfandi líkur," sagði þjálfarinn.

Orri er þrítugur leikmaður sem getur bæði spilað sem miðvörður og miðjumaður. Hann hefur lengstum leikið með uppeldisfélaginu Þór á sínum ferli en tímabilin 2023-24 var hann hjá Fram.
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þór 19 12 3 4 45 - 26 +19 39
2.    Þróttur R. 19 11 5 3 38 - 29 +9 38
3.    Njarðvík 19 10 7 2 43 - 22 +21 37
4.    HK 19 10 4 5 37 - 25 +12 34
5.    ÍR 19 9 7 3 32 - 20 +12 34
6.    Keflavík 19 9 4 6 45 - 33 +12 31
7.    Völsungur 19 5 4 10 32 - 47 -15 19
8.    Grindavík 19 5 3 11 35 - 55 -20 18
9.    Fylkir 19 4 5 10 29 - 29 0 17
10.    Leiknir R. 19 4 5 10 19 - 36 -17 17
11.    Selfoss 19 5 1 13 21 - 36 -15 16
12.    Fjölnir 19 3 6 10 29 - 47 -18 15
Athugasemdir