Tottenham reynir við Savinho og Paz - Ensk stórlið vilja Rodrygo - Donnarumma með munnlegt samkomulag við City
   mán 25. ágúst 2025 14:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stjórnarformaður Newcastle mætir á leikinn gegn Liverpool
Yasir Al-Rumayyan.
Yasir Al-Rumayyan.
Mynd: EPA
Yasir Al-Rumayyan, stjórnarformaður Newcastle, verður í stúkunni þegar liðið mætir Liverpool í stórleik í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Þetta er fyrsti leikurinn sem Al-Rumayyan mætir á síðan í febrúar á þessu ári þegar Newcastle tók á móti Nottingham Forest.

Hann mætti einnig á úrslitaleikinn í deildabikarnum á Wembley.

Al-Rumayyan er ekki tíður gestur á vellinum en hann mætir í kvöld og mun örugglega taka marga fundi í kringum leikinn.

Það er auðvitað mikið í gangi hjá Newcastle þessa dagana þar sem Alexander Isak, stjarna liðsins, er í verkfalli. Hann mun ekki spila leikinn í kvöld þar sem hann vill fara til Liverpool.

Það er óvíst hver framtíð Isak verður en Newcastle á líka örugglega eftir að versla eitthvað meira áður en glugginn lokar.
Athugasemdir