Franska félagið Marseille hefur staðfest söluna á enska vængmanninum Jonathan Rowe eftir að hann slóst við Adrien Rabiot eftir leik liðsins við Rennes í 1. umferð frönsku deildarinnar.
Rowe, sem er 22 ára gamall, lenti í svakalegum slagsmálum við franska miðjumanninn Rabiot.
Blaðamaðurinn Romain Molina sagði leikmennina tvo hafa rifist inn í klefa eftir leikinn við Rennes áður en það kom til handalögmála. Einn annar leikmaður rotaðist við að reyna koma þeim í sundur.
Marseille setti Rowe á sölulista og stökk ítalska félagið Bologna á tækifærið og keypti hann fyrir tæpar 20 milljónir evra.
Rabiot var einnig settur á sölulista en Roberto De Zerbi, þjálfari Marseille, heldur þó enn í vonina um að hann verði áfram hjá félaginu.
Welcome to Bologna, Jonathan! ????#WeAreOne pic.twitter.com/GNSHh6Kvlu
— Bologna FC 1909 (@BolognaFC1909en) August 24, 2025
Athugasemdir