Tottenham reynir við Savinho og Paz - Ensk stórlið vilja Rodrygo - Donnarumma með munnlegt samkomulag við City
   mán 25. ágúst 2025 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Síðasti maðurinn sem við hefðum viljað missa í dag"
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Sigurður Bjartur Hallsson hefur veirð funheitur að undanförnu, raðað inn mörkum fyrir FH.

Það sást á liði FH í gær að hann var í leikbanni. Leikur liðsins var ekki eins liflegur og voru fyrstu 80 mínúturnar gegn ÍBV afskaplega tíðindalitlar.

Lestu um leikinn: FH 1 -  1 ÍBV

Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, viðurkenndi í viðtali við Fótbolta.net að FH hefði saknað Sigurðs í leiknum.

„Já, hann er síðasti maðurinn sem við hefðum viljað missa í dag. Þó að ég sé alltaf þeirra skoðunnar að það komi maður í manns stað, þá munaði töluvert um Sigga. Það er líka með Sigga að hann gengur fram fyrir skjöldu í þessu liði og hefur gert það upp á síðkastið," sagði Heimir.

Sigurður Bjartur er 25 ára framherji sem verður 26 ára í næstu viku. Hann kom til FH fyrir tímabilið í fyrra, skoraði þá fimm deildarmörk og hefur á þessu tímabili skorað níu í nítján leikjum.
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Athugasemdir
banner