Júlíus Magnússon skoraði annan leikinn í röð er Elfsborg tapaði óvænt fyrir Halmstad, 2-1, í sænsku úrvalsdeildinni í dag.
Miðjumaðurinn, sem er nú ekki mjög vanur því að skora reglulega, skoraði sigurmark Elfsborg í bikarnum á dögunum og sá síðan um að jafna metin þegar hálftími var til leiks í dag.
Þetta var í annað sinn á meistaraflokksferli hans þar sem honum tekst að skora tvo leiki í röð, en hann gerði það með Víkingi í maí árið 2021, gegn Stjörnunni og Breiðablik.
Markið í dag dugði skammt því Halmstad náði í sigurmark undir lok leiks.
Júlíus og Ari Sigurpálsson voru báðir í byrjunarliði Elfsborg á meðan Gísli Eyjólfsson byrjaði hjá Halmstad, en fór af velli undir lok fyrri hálfleiks vegna meiðsla.
Kolbeinn Þórðarson byrjaði hjá Gautaborg sem gerði markalaust jafntefli við Malmö í Íslendingaslag. Arnór Sigurðsson og Daníel Tristan Guðjohnsen komu báðir inn af bekknum hjá sænsku meisturunum.
Malmö er í 3. sæti með 37 stig, tíu stigum frá toppliði Mjällby.
Daníel Leó Grétarsson skoraði fyrir SönderjyskE sem vann óvæntan 2-0 sigur á Bröndby í dönsku úrvalsdeildinni.
Fyrsta mark Daníels á tímabilinu. Hann og Kristall Máni Ingason byrjuðu en fóru af velli á síðustu tuttugu mínútum leiksins.
Júlíus Magnússon kvitterar för IF Elfsborg!
— Sports on HBO Max ???????? (@sportshbomaxse) August 24, 2025
???? Se Allsvenskan på HBO Max pic.twitter.com/oKuPhgqzaZ
Athugasemdir