Tottenham reynir við Savinho og Paz - Ensk stórlið vilja Rodrygo - Donnarumma með munnlegt samkomulag við City
   mán 25. ágúst 2025 13:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Olla mætt á völlinn í fyrsta sinn í meira en ár
Kvenaboltinn
Olla hér til hægri.
Olla hér til hægri.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonan Ólöf Sigríður Kristinsdóttir er mætt aftur á völlinn eftir að hafa glímt við langvarandi meiðsli.

Í júní í fyrra varð Olla fyrir því óláni að slíta krossband og hefur hún verið í endurhæfingu í meira en ár.

Hún er samningsbundin Breiðabliki en spilaði ekkert þar í sumar.

Olla er einnig í námi í Harvard háskólanum í Bandaríkjunum ásamt því að spila fótbolta með skólaliðinu þar. Hún sneri aftur á völlinn í fyrsta leik tímabilsins með Harvard í gær.

Því miður tapaði Harvard 2-1 gegn UMass en Olla komst nokkrum sinnum nálægt því að skora.



Athugasemdir