Íslendingalið Midtjylland er að landa Philip Billing frá Bournemouth en þetta eru mjög stór kaup fyrir lið sem ætlar sér að vinna danska meistaratitilinn.
Billing er miðjumaður sem hefur spilað fjölmarga leiki í ensku úrvalsdeildinni og ætti að geta verið stórkostlegur í danska boltanum.
Billing er miðjumaður sem hefur spilað fjölmarga leiki í ensku úrvalsdeildinni og ætti að geta verið stórkostlegur í danska boltanum.
Kenneth Emil Petersen, sérfræðingur Viaplay, spáir því að FC Kaupmannahöfn, sem er stærsta félag Danmerkur, muni ekki láta kyrrt liggja í kjölfarið á þessum skiptum.
„Ég held að það sé sprengja á leiðinni," sagði Petersen.
„Christian Eriksen, FCK mun sækja hann. Hann er núna heima í glæsihúsinu sínu í Óðinsvé að bíða eftir því að FCK komist í Meistaradeildina. Svo fer hann og skrifar undir samning þar. Bless, danskur fótbolti."
Eriksen er einn besti fótboltamaður í sögu Danmerkur en hann er núna samningslaus eftir að hafa yfirgefið Manchester United. Hann lék áður með Tottenham við frábæran orðstír.
Athugasemdir