Tottenham reynir við Savinho og Paz - Ensk stórlið vilja Rodrygo - Donnarumma með munnlegt samkomulag við City
banner
   mán 25. ágúst 2025 09:13
Elvar Geir Magnússon
Saka frá í allt að fjórar vikur - Ekki með gegn Liverpool
Mynd: EPA
Bukayo Saka, leikmaður Arsenal, fór af velli í sigrinum gegn Leeds á laugardag og verður frá í allt að fjórar vikur vegna meiðsla aftan í læri.

Saka missir því af stórleik Arsenal gegn Liverpool á Anfield næsta sunnudag og landsleikjum Englands gegn Andorra og Serbíu í undankeppni HM.

Þá er fyrirliði Arsenal, Martin Ödegaard, tæpur fyrir leikinn á Anfield eftir að hafa meiðst á öxl í umræddum leik gegn Leeds.

Það er léttir hjá Arsenal að meiðsli Saka hafi ekki verið alvarlegri en hann missti af þremur mánuðum af síðasta tímabili vegna meiðsla aftan í læri.

Arsenal er þó búið að auka breidd sína í sóknarstöðunum umtalsvert frá því á síðasta tímabili með því að sækja Viktor Gyökeres, Noni Madueke og Eberechi Eze.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 2 2 0 0 6 0 +6 6
2 Tottenham 2 2 0 0 5 0 +5 6
3 Chelsea 2 1 1 0 5 1 +4 4
4 Nott. Forest 2 1 1 0 4 2 +2 4
5 Man City 2 1 0 1 4 2 +2 3
6 Liverpool 1 1 0 0 4 2 +2 3
7 Sunderland 2 1 0 1 3 2 +1 3
8 Everton 2 1 0 1 2 1 +1 3
9 Bournemouth 2 1 0 1 3 4 -1 3
10 Brentford 2 1 0 1 2 3 -1 3
11 Burnley 2 1 0 1 2 3 -1 3
12 Leeds 2 1 0 1 1 5 -4 3
13 Fulham 2 0 2 0 2 2 0 2
14 Crystal Palace 2 0 2 0 1 1 0 2
15 Newcastle 1 0 1 0 0 0 0 1
16 Man Utd 2 0 1 1 1 2 -1 1
17 Aston Villa 2 0 1 1 0 1 -1 1
18 Brighton 2 0 1 1 1 3 -2 1
19 Wolves 2 0 0 2 0 5 -5 0
20 West Ham 2 0 0 2 1 8 -7 0
Athugasemdir
banner
banner