KR 1 - 2 Stjarnan
0-1 Örvar Eggertsson ('8)
1-1 Aron Sigurðarson ('48)
1-2 Örvar Eggertsson ('85)
0-1 Örvar Eggertsson ('8)
1-1 Aron Sigurðarson ('48)
1-2 Örvar Eggertsson ('85)
Lestu um leikinn: KR 1 - 2 Stjarnan
KR tók á móti Stjörnunni í 20. umferð Bestu deildar karla og úr varð hörkuslagur í Vesturbænum, þar sem gestirnir úr Garðabæ tóku forystuna snemma leiks. Örvar Eggertsson var þar á ferðinni þegar hann skoraði eftir mikinn atgang í vítateignum í kjölfar hornspyrnu.
KR-ingar tóku öll völd á vellinum eftir þetta og sóttu nokkuð stíft út fyrri hálfleikinn, án þess þó að takast að gera jöfnunarmark. Árni Snær Ólafsson varði nokkrum sinnum vel og klúðruðu KR-ingar líka sjálfir, þar sem þeir fundu ýmist ekki lokasendinguna eða hittu ekki rammann.
Aron Sigurðarson var í fyrsta sinn í byrjunarliði KR í kvöld eftir meiðsli og gerði hann jöfnunarmarkið í upphafi síðari hálfleiks eftir frábæran undirbúning frá Galdri Guðmundssyni.
Leikurinn jafnaðist út eftir jöfnunarmarkið og fengu bæði lið færi til að taka forystuna en boltinn rataði ekki í netið fyrr en á lokamínútunum. Þar var Örvar aftur á ferðinni, og aftur eftir hornspyrnu. Í þetta sinn stökk Örvar manna hæst til að stanga boltann í netið.
Heimamenn skiptu þá aftur um gír og lögðu allt í sóknarleikinn. Amin Cosic átti skot í slá og fékk Aron gott skallafæri en jöfnunarmarkið leit ekki dagsins ljós. Lokatölur 1-2 fyrir Stjörnuna.
Stjarnan fer uppfyrir Breiðablik með þessum sigri, en Blikar eiga leik til góða. Stjarnan er í þriðja sæti með 34 stig, tveimur stigum fyrir ofan Blikana. Garðbæingar eru komnir aðeins þremur stigum á eftir toppliði Vals, sem á einnig leik til góða.
KR er áfram í fallbaráttu, tveimur stigum fyrir ofan fallsæti.
Athugasemdir