Tottenham reynir við Savinho og Paz - Ensk stórlið vilja Rodrygo - Donnarumma með munnlegt samkomulag við City
   mán 25. ágúst 2025 12:30
Elvar Geir Magnússon
De Bruyne ráðfærði sig við börnin sín
Andrea Pinamonti hjá Sassuoloí baráttu við Kevin De Bruyne.
Andrea Pinamonti hjá Sassuoloí baráttu við Kevin De Bruyne.
Mynd: EPA
Kevin De Bruyne, sem gekk í sumar í raðir Napoli frá Manchester City, segist hafa rætt við börnin sín áður en hann tók þá ákvörðun að ganga í raðir Ítalíumeistarana.

„Það voru margir möguleikar en ég taldi þennan þann besta. Þeir eru í Meistaradeildinni og Antonio Conte er magnaður þjálfari. Áður en ég tók ákvörðunina ræddi ég við börnin mín, það elsta er tíu ára. Þau eru á mikilvægu stigi í uppvextinum," segir De Bruyne.

Hann var spurður að því hvort hann myndi frekar vilja vinna ítalska meistaratitilinn eða Meistaradeildina á þessu tímabili?

„Ég hef aldrei orðið Ítalíumeistari en hef orðið það heppinn að vinna Meistaradeildina. Þetta er erfið spurning en það væri frábært að verða Ítalíumeistari í fyrsta sinn," segir De Bruyne sem var hjá City í áratug.

De Bruyne skoraði í sínum fyrsta leik í ítölsku A-deildinni á laugardag, í 2-0 sigri Napoli gegn Sassuolo.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Como 1 1 0 0 2 0 +2 3
2 Juventus 1 1 0 0 2 0 +2 3
3 Napoli 1 1 0 0 2 0 +2 3
4 Cremonese 1 1 0 0 2 1 +1 3
5 Roma 1 1 0 0 1 0 +1 3
6 Atalanta 1 0 1 0 1 1 0 1
7 Cagliari 1 0 1 0 1 1 0 1
8 Fiorentina 1 0 1 0 1 1 0 1
9 Pisa 1 0 1 0 1 1 0 1
10 Genoa 1 0 1 0 0 0 0 1
11 Lecce 1 0 1 0 0 0 0 1
12 Inter 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Torino 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Udinese 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Verona 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Milan 1 0 0 1 1 2 -1 0
17 Bologna 1 0 0 1 0 1 -1 0
18 Lazio 1 0 0 1 0 2 -2 0
19 Parma 1 0 0 1 0 2 -2 0
20 Sassuolo 1 0 0 1 0 2 -2 0
Athugasemdir
banner
banner