Tottenham reynir við Savinho og Paz - Ensk stórlið vilja Rodrygo - Donnarumma með munnlegt samkomulag við City
   mán 25. ágúst 2025 11:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkust í 14. umferð - Ung stjarna Valsara
Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir (Valur)
Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir.
Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ragnheiður Þórunn fyrir leik í sumar.
Ragnheiður Þórunn fyrir leik í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir, leikmaður Vals, er sterkasti leikmaður 14. umferðar Bestu deildar kvenna í boði Steypustöðvarinnar.

Hún var maður leiksins þegar Valur vann sigur á Þrótti á útivelli. Þetta var besti sigur Vals í sumar og besti leikur Hlíðarendafélagsins í langan tíma.

„Mark og stoðsending í dag, en hún var að finna góð tækifæri til þess að koma með fyrirgjafirnar á kantinum og voru flestar sóknir í gegnum hana," skrifaði Arngrímur Alex Ísberg Birgisson í skýrslu sinni frá leiknum um frammistöðu Ragnheiðar.

Ragnheiður Þórunn er afar efnilegur leikmaður sem er fædd árið 2007. Hún er á sínu öðru tímabili með Val en hún er uppalin hjá Haukum í Hafnarfirði.

Í fyrra skoraði hún fjögur mörk í 20 leikjum í Bestu deildinni en í sumar hefur hún gert fimm mörk í 15 leikjum og fengið enn stærra hlutverk hjá liðinu.

Hún byrjaði að spila með meistaraflokki Hauka sumarið 2022, þegar hún var aðeins á 15. aldursári. Valur samdi við hana eftir að hún skoraði 13 mörk í 17 leikjum í 2. deild. Hún fór til reynslu til þýska stórliðsins Wolfsburg áður en hún samdi við Val en hún hefur alla burði til að ná mjög langt á ferli sínum.

„Þetta er stórt skref en ég er að komast inn í þetta. Hér eru stór nöfn og það er mjög gaman. Það voru einhverjir aðrir möguleikar en mér leist best á Val. Það er mikill metnaður hérna. Ég vildi fyrst taka stærra skref á Ísland," sagði Ragnheiður Þórunn við Fótbolta.net eftir skiptin sín í Val og bætti við að hún vildi komast eins langt og hægt er.

Sterkastar í síðustu umferðum:
1. umferð - Samantha Smith (Breiðablik)
2. umferð - Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir (Víkingur R.)
3. umferð - Fanndís Friðriksdóttir (Valur)
4. umferð - Alda Ólafsdóttir (Fram)
5. umferð - Sandra María Jessen (Þór/KA)
6. umferð - Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
7. umferð - Birna Kristín Björnsdóttir (FH)
8. umferð - Thelma Karen Pálmadóttir (FH)
9. umferð - Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (Stjarnan)
10. umferð - Birgitta Rún Finnbogadóttir (Tindastóll)
11. umferð - Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
12. umferð - Elísa Lana Sigurjónsdóttir (FH)
13. umferð - Thelma Lóa Hermannsdóttir (FH)
Athugasemdir