Tottenham reynir við Savinho og Paz - Ensk stórlið vilja Rodrygo - Donnarumma með munnlegt samkomulag við City
   þri 26. ágúst 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Erfiðir heimaleikir hjá toppliðunum
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Það eru spennandi slagir í Bestu deild karla í kvöld þar sem toppliðin tvö eiga heimaleiki.

Víkingur R. tekur á móti nýkrýndum bikarmeisturum Vestra áður en topplið Vals fær nýliða Aftureldingar í heimsókn.

Víkingur situr í öðru sæti deildarinnar. tveimur stigum á eftir Val í titilbaráttunni.

Vestri er aftur á móti í harðri baráttu um sæti í efri hluta deildarinnar fyrir tvískiptingu. Ísfirðingar sitja í 5.-7. sæti deildarinnar með 26 stig.

Afturelding er fimm stigum þar fyrir neðan og situr í fallsæti sem stendur.

Besta-deild karla
18:00 Víkingur R.-Vestri (Víkingsvöllur)
19:15 Valur-Afturelding (N1-völlurinn Hlíðarenda)
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 19 11 4 4 47 - 28 +19 37
2.    Víkingur R. 19 10 5 4 34 - 24 +10 35
3.    Stjarnan 20 10 4 6 38 - 32 +6 34
4.    Breiðablik 19 9 5 5 34 - 29 +5 32
5.    FH 20 7 5 8 37 - 32 +5 26
6.    Vestri 19 8 2 9 20 - 19 +1 26
7.    KA 20 7 5 8 23 - 35 -12 26
8.    Fram 20 7 4 9 28 - 28 0 25
9.    ÍBV 20 7 4 9 21 - 27 -6 25
10.    KR 20 6 5 9 41 - 43 -2 23
11.    Afturelding 19 5 6 8 24 - 30 -6 21
12.    ÍA 19 5 1 13 20 - 40 -20 16
Athugasemdir
banner