
Chelsea, Manchester United, Liverpool og Newcastle koma öll fyrir í Powerade-slúðurpakka dagsins.
Sádi-arabíska félagið Al Ittihad vill fá Bruno Fernandes (30), fyrirliða Manchester United og hefur þegar rætt við föruneyti portúgalska leikmannsins. (Sun)
Napoli gæti gengið frá samkomulagi við Man Utd um danska framherjann Rasmus Höjlund (22) á morgun, en félagið er í leit að leikmanni í stað Romelu Lukaku sem meiddist illa á dögunum. (Corriere dello Sport)
Nottingham Forest er með Brendan Rodgers, stjóra Celtic, efstan á óskalistanum til að taka við af Nuno Espirito Santo. Jose Mourinho, þjálfari Fenerbahce, er einnig á listanum. (Sun)
Atalanta ætla að berjast við West Ham og Nottingham Forest um franska miðjumanninn Soungoutou Magassa (21), sem er á mála hjá Mónakó. (Footmercato)
West Ham hefur áhuga á Lorenzo Pellegrini (29), miðjumanni Roma, en félagið hefur tekið fyrirliðabandið af honum og reynir nú að losa sig við hann fyrir gluggalok. (Sky)
Tottenham ætlar að 'stela' marokkóska miðjumanninum Bilal El Khannouss frá Crystal Palace sem missti iEberechi Eze um helgina. Khannouss er samningsbundinn Leicester. (Africa Foot)
Crystal Palace gæti fengið Christos Tzolis (23) frá Club Brugge og Yeremy Pino (22) frá Villarreal í stað Eze. (Sun)
Eddie Howe, stjóri Newcastle, hefur verið skýr við félagið að það verði að fá toppframherja ef Alexander Isak skyldi fara til Liverpool fyrir gluggalok. (Guardian)
Borusssia Dortmund er að fá tvo leikmenn frá Chelsea. Enski miðjumaðurinn Carney Chukwuemeka (21) hefur samþykkt varanleg skipti til Dortmund, en hann kemur fyrir 22 milljónir punda á meðan argentínski varnarmaðurinn Aaron Anselmino (20) er að koma á láni. (Sky Sports)
Ítalska félagið Roma vill fá gríska vinstri bakvörðinn Kostas Tsimikas (29) á láni frá Liverpool. (Gianluca Di Marzio)
Real Betis er enn að vinna í því að fá Antony (25) frá Manchester United. (Fabrizio Romano)
Brentford er að íhuga tilboð í enska varnarmanninn Bobby Thomas (24) sem er á mála hjá Coventry City ef Nathan Collins (24), fyrirliði liðsins skyldi fara fyrir gluggalok. (Football Insider)
Como hefur hafnað nýju og endurbættu tilboði Tottenham í argentínska miðjumanninn Nico Paz (20). Tilboðið hljóðaði upp á 39 milljónir punda. (Nicolo Schira)
Enska B-deildarfélagið Derby hefur náð samkomulagi við Sturm Graz um skoska vinstri bakvörðinn Max Johnston (21). (Florian Plettenberg)
Athugasemdir