Tottenham reynir við Savinho og Paz - Ensk stórlið vilja Rodrygo - Donnarumma með munnlegt samkomulag við City
   þri 26. ágúst 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
5. deild: Úlfarnir fara í úrslit á markatölu
Mynd: Hanna Símonardóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Síðustu leikjunum er lokið í deildakeppni 5. deildarinnar í ár. Fjögur liðin með besta árangurinn fara áfram í úrslitaleiki um sæti í næstu deild fyrir ofan.

KFR og Álafoss voru þegar búin að tryggja toppsæti sinna riðla fyrir leiki kvöldsins og því var aðeins verið að berjast um 2. sæti hvors riðils.

Í A-riðli endar Skallagrímur í öðru sæti og fær því að leika úrslitaleiki um sæti í 4. deild við KFR. Skallagrímur rúllaði yfir botnlið Reynis frá Hellissandi í gær.

Carlos Javier Castellano skoraði þrennu á ellefu mínútna kafla í fyrri hálfleik og setti fjórða markið í upphafi síðari hálfleiks. Guðjón Andri Gunnarsson lagði sitt af mörkum með tvennu svo lokatölur urðu 8-1 fyrir Skallagrím.

Skallagrímur endurheimti annað sætið af Smára. Skallagrímur endar með 29 stig eftir 14 umferðir, tveimur stigum fyrir ofan Smára.

Í B-riðli var ótrúleg dramatík þar sem Úlfarnir og BF 108 fengu óvænt tækifæri til að berjast um annað sætið eftir tap Spyrnis á Stokkseyri í lokaumferðinni. Spyrnir tapaði fyrir botnliði Stokkseyrar og missti þannig af tækifærinu til að tryggja sér 2. sæti riðilsins.

BF 108 lagði RB að velli til að klifra yfir Spyrni á stöðutöflunni en það dugði ekki til, Úlfarnir rúlluðu yfir Þorlák og tóku þannig framúr Boltafélaginu á markatölu.

BF byrjaði daginn með betri markatölu, en Úlfarnir gerðu sér lítið fyrir og unnu með átta marka mun gegn Þorláki. Til gamans má geta að Þorlákur vann frækinn sigur á toppliði KFR fyrr í ágúst.

Úlfarnir enda því í öðru sæti, með 26 stig og 13 mörk í plús. BF er með 10 mörk í plús.

Úlfarnir mæta Álafossi í úrslitaleikjum um sæti í 4. deildinni.

Sigurvegarar úrslitaleikjanna mætast svo í hreinum úrslitaleik um titilinn 5. deildarmeistari 2025. Sá úrslitaleikur er aðallega upp á stoltið þar sem bæði félögin fara hvort sem er upp um deild.
5. deild karla - A-riðill
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Álafoss 14 12 0 2 66 - 29 +37 36
2.    Skallagrímur 14 9 2 3 43 - 20 +23 29
3.    Smári 14 8 3 3 54 - 17 +37 27
4.    KM 14 7 1 6 25 - 28 -3 22
5.    Hörður Í. 14 5 3 6 38 - 22 +16 18
6.    Léttir 14 5 2 7 43 - 39 +4 17
7.    Uppsveitir 14 4 1 9 27 - 42 -15 13
8.    Reynir H 14 0 0 14 11 - 110 -99 0
5. deild karla - B-riðill
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    KFR 14 9 1 4 40 - 27 +13 28
2.    Úlfarnir 14 8 2 4 45 - 32 +13 26
3.    BF 108 14 8 2 4 35 - 25 +10 26
4.    Spyrnir 14 7 3 4 46 - 29 +17 24
5.    Þorlákur 14 5 3 6 26 - 43 -17 18
6.    SR 14 4 3 7 39 - 50 -11 15
7.    RB 14 4 2 8 26 - 40 -14 14
8.    Stokkseyri 14 3 0 11 28 - 39 -11 9
Athugasemdir
banner
banner