Tottenham reynir við Savinho og Paz - Ensk stórlið vilja Rodrygo - Donnarumma með munnlegt samkomulag við City
   mán 25. ágúst 2025 17:13
Kári Snorrason
Byrjunarlið KR og Stjörnunnar: Aron Sig snýr aftur - Stjarnan endurheimtir þrjá lykilmenn
Aron Sigurðarson kemur til baka eftir smávægileg meiðsli aftan í læri.
Aron Sigurðarson kemur til baka eftir smávægileg meiðsli aftan í læri.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Örvar og Guðmundur snúa til baka eftir að hafa tekið út leikbann.
Örvar og Guðmundur snúa til baka eftir að hafa tekið út leikbann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR fær í kvöld Stjörnuna í heimsókn á Meistaravöllum í eina leik dagsins í Bestu-deildinni. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og búið er að opinbera byrjunarlið leiksins.

Lestu um leikinn: KR 1 -  2 Stjarnan

Óskar Hrafn, þjálfari KR, gerir þrjár breytingar á liði sínu frá 0-1 útisigri gegn Fram í síðustu viku.

Inn í byrjunarliðið koma þeir Alexander Helgi Sigurðarson, Aron Sigurðarson og Ástbjörn Þórðarson. Aron Sigurðarson snýr til baka eftir meiðsli.

Þeir Eiður Gauti Sæbjörnsson og Aron Þórður Albertsson eru báðir utan hóps, en Aron fékk sitt sjöunda spjald á tímabilinu í síðasta leik og er því í leikbanni vegna uppsafnaðra spjalda. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson tekur sér sæti á bekknum.

Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, gerir sömuleiðis þrjár breytingar á liði sínu frá 2-1 sigri gegn Vestra í síðustu umferð.

Þeir Örvar Eggertsson, Guðmundur Baldvin Nökkvason og Benedikt Warén snúa allir aftur í byrjunarlið Stjörnunnar eftir að hafa tekið út leikbann gegn Vestra. Þorri Mar tók jafnframt út leikbann þá og er á bekk Stjörnunnar í dag.

Jóhann Árni Gunnarsson og Alex Þór Hauksson taka sér sæti á bekknum, en Baldur Logi Guðlaugsson er utan hóps.

Byrjunarlið KR:
12. Halldór Snær Georgsson (m)
3. Júlíus Mar Júlíusson
6. Alexander Helgi Sigurðarson
7. Finnur Tómas Pálmason
11. Aron Sigurðarson (f)
16. Matthias Præst
19. Amin Cosic
21. Gabríel Hrannar Eyjólfsson
22. Ástbjörn Þórðarson
45. Galdur Guðmundsson
77. Orri Hrafn Kjartansson

Byrjunarlið Stjarnan:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
5. Guðmundur Kristjánsson (f)
7. Örvar Eggertsson
10. Samúel Kári Friðjónsson
15. Damil Serena Dankerlui
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason
19. Daníel Finns Matthíasson
23. Benedikt V. Warén
32. Örvar Logi Örvarsson
44. Steven Caulker
99. Andri Rúnar Bjarnason
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 19 11 4 4 47 - 28 +19 37
2.    Víkingur R. 19 10 5 4 34 - 24 +10 35
3.    Breiðablik 19 9 5 5 34 - 29 +5 32
4.    Stjarnan 19 9 4 6 36 - 31 +5 31
5.    FH 20 7 5 8 37 - 32 +5 26
6.    Vestri 19 8 2 9 20 - 19 +1 26
7.    KA 20 7 5 8 23 - 35 -12 26
8.    Fram 20 7 4 9 28 - 28 0 25
9.    ÍBV 20 7 4 9 21 - 27 -6 25
10.    KR 19 6 5 8 40 - 41 -1 23
11.    Afturelding 19 5 6 8 24 - 30 -6 21
12.    ÍA 19 5 1 13 20 - 40 -20 16
Athugasemdir
banner