Gabriel Jesus, framherji Arsenal, er byrjaður að æfa á ný eftir langa fjarveru.
Hann hefur verið fjarverandi síðan í janúar eftir að hann sleit krossband í leik gegn Man Utd í enska bikarnum.
Hann hefur verið fjarverandi síðan í janúar eftir að hann sleit krossband í leik gegn Man Utd í enska bikarnum.
Jesus deildi myndbandi af sér á æfingasvæði Arsenal í dag.
„Þetta hafa verið sjö sársaukafullir mánuðir, óvissa og kvíði. Mér líður loksins vel í dag, eins og barni að spila fótbolta aftur," skrifaði Jesus við myndbandið.
Þetta eru gleðitíðindi fyrir Arsenal en Kai Havertz er á meiðslalistanum og þá er óvissa í kringum Martin Ödegaard og Bukayo Saka sem meiddust í 5-0 sigri gegn Leeds í gær en talið er að meiðsli þeirra tveggja séu ekki alvarleg.
Athugasemdir