Tottenham reynir við Savinho og Paz - Ensk stórlið vilja Rodrygo - Donnarumma með munnlegt samkomulag við City
banner
   mán 25. ágúst 2025 12:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðlaugur Victor í Horsens (Staðfest)
Guðlaugur Victor Pálsson.
Guðlaugur Victor Pálsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Horsens í Danmörku hefur staðfest að Guðlaugur Victor Pálsson sé genginn í raðir félagsins.

Guðlaugur Victor rifti í gær samningi sínum við enska félagið Plymouth.

Guðlaugur Victor kom til Plymouth frá Eupen á síðasta ári, en hann var fenginn af Wayne Rooney sem hætti síðan með liðið í lok árs eftir slaka frammistöðu.

Plymouth féll niður í C-deildina á síðasta tímabili og þá hefur nýtt tímabil ekki farið af stað eins og menn höfðu vonast eftir.

Guðlaugur Victor, sem er 34 ára gamall, þekkir vel til í Danmörku eftir að hafa verið áður hjá AGF og Esbjerg. Hann hefur komið víða við á ferli sínum en snýr núna aftur til Danmerkur.

„Það var kominn tími hjá mér að snúa 'heim' til Danmerkur og Horsens gaf mér tækifæri sem ég er þakklátur fyrir. Ég er ekki að verða yngri en ég er hungraður í árangur," segir Guðlaugur Victor.
Athugasemdir
banner