Wolves hefur hafnað stóru tilboði frá Newcastle í sóknarmanninn Jörgen Strand Larsen.
Tilboðið hljóðaði upp á 50 milljónir punda.
Tilboðið hljóðaði upp á 50 milljónir punda.
Newcastle er í leit að sóknarmanni þar sem það er mikil óvissa um framtíð Alexander Isak. Hann vill fara til Liverpool og er í verkfalli um þessar mundir.
Newcastle hefur reynt við nokkra sóknarmenn í sumar og núna er röðin komin að Strand Larsen.
Wolves hefur hins vegar ekki áhuga á því að selja hann. Þeir telja sig ekki geta fundið nægilega góðan arftaka þegar það er svona stutt eftir af félagaskiptaglugganum.
Strand Larsen var keyptur til Wolves fyrir 30 milljónir evra í sumar eftir að hafa verið á láni frá Celta Vigo á síðasta tímabili. Hann skoraði 14 mörk í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.
Athugasemdir