Það fóru tveir leikir fram í efstu deild spænska boltans í kvöld þar sem Athletic Bilbao og Getafe nældu sér í þrjú stig.
Oihan Sancet skoraði eina markið í Bilbao úr vítaspyrnu á 66. mínútu, en heimamenn í liði Athletic voru sterkari aðilinn heilt yfir og verðskulduðu sigurinn gegn Rayo Vallecano.
Bræðurnir Nico og Inaki Williams voru á sínum stað í byrjunarliðinu. Nico sýndi flotta takta og var einn af bestu leikmönnum vallarins í dag, en tókst ekki að skora.
Athletic er með sex stig eftir tvær fyrstu umferðirnar á nýju tímabili og skilur Rayo eftir með þrjú stig.
Getafe er líka með sex stig og var Adrián Liso hetjan í kvöld, þar sem hann skoraði bæði mörk liðsins í naumum sigri í Sevilla.
Það var ekki mikill gæðamunur á liðunum en þrautseigjan í Getafe skilaði sigrinum. Sevilla er án stiga.
Athletic 1 - 0 Rayo Vallecano
1-0 Oihan Sancet ('66 , víti)
Sevilla 1 - 2 Getafe
0-1 Adrian Liso ('15 )
1-1 Juan Iglesias ('45, sjálfsmark)
1-2 Adrian Liso ('51 )
Athugasemdir