Gera lokatilraun til að lokka Bruno Fernandes - Höjlund til Napoli - Rodgers aftur í úrvalsdeildina?
   sun 24. ágúst 2025 16:51
Brynjar Ingi Erluson
Fimmta vítaklúður Fernandes hjá Man Utd - Mbeumo lagði upp fyrir Yoro
Bruno Fernandes
Bruno Fernandes
Mynd: EPA
Leny Yoro skoraði fyrsta mark United á tímabilinu
Leny Yoro skoraði fyrsta mark United á tímabilinu
Mynd: EPA
Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, klúðraði vítaspyrnu fyrir lið sitt gegn Fulham á Craven Cottage undir lok fyrri hálfleiks í dag, en það má velta því fyrir sér hvort dómari leiksins hafi tekið hann úr jafnvægi fyrir vítið.

Chris Kavanagh, dómari leiksins, dæmdi vítaspyrnu með aðstoð VAR eftir að Calvin Bassey tók svakalegt glímubragð á Mason Mount í teignum.

Vítaspyrna dæmd og Fernandes sendur á punktinn. Portúgalinn er með sérstaka aðferð sem hann notar í upphlaupinu. Hann stillti boltanum upp og tók nokkur skref aftur á bak en var hálf skelkaður þegar hann rakst utan í Kavanagh sem var beint fyrir aftan, og lét hann aðeins heyra það í kjölfarið.

Þetta virðist hafa tekið Fernandes úr jafnvægi sem þrumaði spyrnunni síðan hátt yfir markið sem var hans fimmta vítaklúður í treyju United.

Sjáðu vítaspyrnuna og áreksturinn hér

United-menn hafa átt mörg góð færi í leiknum og tókst þeim loks að nýta eitt þeirra í þeim síðari er Leny Yoro stangaði hornspyrnu Bryan Mbeumo í netið. Fyrsta stoðsending Mbeumo fyrir United og líklega ekki sú síðasta.

Markið má sjá hér fyrir neðan.

Sjáðu markið hér
Athugasemdir
banner