Gera lokatilraun til að lokka Bruno Fernandes - Höjlund til Napoli - Rodgers aftur í úrvalsdeildina?
   sun 24. ágúst 2025 23:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Como hafnaði 60 milljón punda tilboði Tottenham
Nico Paz
Nico Paz
Mynd: EPA
Tottenham hefur mikinn áhuga á að fá Nico Paz, leikmann Como.

Liðið er að reyna styrkja sóknarleikinn en Tottenham hefur mistekist að fá Morgan Gibbs-White og Eberechi Eze í sumar.

Fabrizio Romano greinir frá því í kvöld að Como hafi hafnað 60 milljón punda tilboði í leikmanninn.

Paz átti frábæran leik fyrir Como í kvöld þegar liðið vann Lazio í efstu deild á Ítalíu. Hann skoraði og lagði upp í 2-0 sigri. Paz tjáði sig um framtíðina eftir leikinn.

„Ég hef fundið fyrir ást frá stuðningsmönnum frá fyrsta degi. Það hefur hjálpað mér mikið á vellinum, ég finn fyrir trausti sem róar mig. Mér líður eins og heima hjá mér og er þakklátur stuðningsmönnunum. Það er heiður að veita þeim ánægju, það heldur mér gangandi," sagði Paz.

Paz er tvítugur sóknarsinnaður miðjumaður. Hann gekk til liðs við Como frá Real Madrid í fyrra. Real Madrid hefur sýnt honum áhuga og hann hefur áhuga á að snúa aftur til spænska liðsins.
Athugasemdir
banner