Gera lokatilraun til að lokka Bruno Fernandes - Höjlund til Napoli - Rodgers aftur í úrvalsdeildina?
   sun 24. ágúst 2025 20:47
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bjarki Steinn og Óttar Magnús á skotskónum - Dramatík hjá Hákoni
Bjarki Steinn Bjarkason
Bjarki Steinn Bjarkason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarki Steinn Bjarkason var á skotskónum þegar Venezia lagði Bari af velli í fyrstu umferð ítölsku B-deildarinnar í dag.

Bjarki Steinn kom liðinu yfir snemma leiks. Bari jafnaði metin en Alfred Duncan tryggði Venezia sigur með marki undir lok fyrri hálfleiks.

Óttar Magnús Karlsson var hetja Renate í 1-0 sigri liðsins gegn Pergolettese í ítölsku C-deildinni. Liðin mættust í C-deildarbikarnum um síðustu helgi þar sem Renate vann í vítaspyrnukeppni eftir að Óttar jafnaði metin í venjulegum leiktíma.

Hákon Arnar Haralldsson spilaði allan leikinn í dramatískum sigri Lille gegn Monakó í 2. umferð frönsku deildarinnar.

Hann var nálægt því að koma liðiinu yfir á lokamínútu venjulegs leiktíma en skotið fyrir utan teiginn rétt framhjá. Stuttu síðar fékk Olivier Giroud boltann inn á teignum og skoraði.

Lille fékk fékk vítaspyrnu í blálokin. Giroud steig á punktinn en skaut hátt yfir markið. Lille er með 4 stig í 5. sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner