Tottenham reynir við Savinho og Paz - Ensk stórlið vilja Rodrygo - Donnarumma með munnlegt samkomulag við City
   mán 25. ágúst 2025 13:49
Elvar Geir Magnússon
Kaj Leo lék sinn fyrsta leik í færeysku úrvalsdeildinni í ellefu ár
Kaj Leo í treyju Leiknis.
Kaj Leo í treyju Leiknis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarleikmaðurinn Kaj Leo í Bartalsstovu er fluttur aftur heim til Færeyja og er genginn í raðir Víkings í Götu. Hann er 34 ára og hefur spilað hér á Íslandi síðan 2016.

Hann kom fyrst til FH og varð Íslandsmeistari með liðinu 2016. Hann vann svo bikarinn með ÍBV 2017. Hann lék síðan fyrir Val, ÍA, Leikni og Njarðvík áður en hann fór til 3. deildarliðsins KFK þar sem hann hafði spilað í sumar.

Kaj Leo spilaði 10 leiki með KFK í 3. deildinni í sumar og skoraði tvö mörk.

Kaj Leo á 28 landsleiki fyrir Færeyjar og er nú kominn aftur til Víkings í Götu en þar lék hann 2010-2014 og varð tvívegis færeyskur bikarmeistari.

Í gær kom hann inn af bekknum þegar Víkingur og EB/Streymur gerðu 1-1 jafntefli. Víkingur er í þriðja sæti færeysku Betri deildarinnar en er 21 stigi frá toppliði KÍ í Klaksvík.
Athugasemdir