Tottenham reynir við Savinho og Paz - Ensk stórlið vilja Rodrygo - Donnarumma með munnlegt samkomulag við City
   mán 25. ágúst 2025 12:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Foreldrar Bellingham í bann frá búningsklefa Dortmund
Jobe Bellingham.
Jobe Bellingham.
Mynd: Dortmund
Þýska úrvalsdeildarfélagið Borussia Dortmund hefur ákveðið að banna fjölskyldumeðlimi Jobe Bellingham frá búningsklefa liðsins út af atviki sem kom upp hjá föður leikmannsins á dögunum.

Dortmund komst í 3-1 gegn St Pauli í leik í þýsku úrvalsdeildinni um liðna helgi en leikurinn endaði 3-3.

Bellingham var að spila sinn fyrsta leik með Dortmund í þýsku úrvalsdeildinni en honum var skipt af velli í hálfleik. Foreldrar hans, Denise og Mark, voru ekki sátt með það og ákváðu að ræða við æðstu menn Dortmund í leikmannagöngunum eftir leik.

Samkvæmt Sky Sports þá messaði Mark, faðir Bellingham, yfir Sebastian Kehl, yfirmanni fótboltamála hjá Dortmund, út af þessu. Var hann ósáttur við skiptinguna og frammistöðu liðsins.

Bild segir jafnframt að Mark hafi beðið um fund með Niko Kovac, stjóra Dortmund.

Lars Ricken, framkvæmdstjóri Dortmund, staðfestir atvikið en segir það ekki neitt vandamál. Þetta muni hins vegar ekki koma fyrir aftur.

Mark Bellingham er umboðsmaður Jobe og einnig eldri sonar síns, Jude, sem spilar með Real Madrid.
Athugasemdir
banner