Klukkan 18:00 hefst leikur KR og Stjörnunnar á Meistaravöllum í Vesturbæ Reykjavíkur. Um eina leik dagsins í Bestu deildinni er að ræða.
Stjarnan situr fyrir leikinn í 4. sæti deildarinnar, liðið hefur fengið tíu stig út úr síðustu fjórum leikjum og er sem stendur sex stigum frá toppliði Vals. Með sigri í dag fer Stjarnan upp í annað sæti deildarinnar.
Valur og Víkingur, tvö af liðunum fyrir ofan Stjörnuna, spila annað kvöld en Breiðablik spilar ekki fyrr en um helgina þar sem leiknum gegn ÍA var frestað vegna Evrópuleikja Breiðabliks.
Stjarnan situr fyrir leikinn í 4. sæti deildarinnar, liðið hefur fengið tíu stig út úr síðustu fjórum leikjum og er sem stendur sex stigum frá toppliði Vals. Með sigri í dag fer Stjarnan upp í annað sæti deildarinnar.
Valur og Víkingur, tvö af liðunum fyrir ofan Stjörnuna, spila annað kvöld en Breiðablik spilar ekki fyrr en um helgina þar sem leiknum gegn ÍA var frestað vegna Evrópuleikja Breiðabliks.
Heimamenn í KR eru þrátt fyrir tvo sigurleiki í röð í 10. sæti deildarinnar, þremur stigum frá FH sem er í 5. sæti deildarinnar.
KR yrði að vinna með sex mörkum til að fara upp fyrir FH en Vestri og KA eru einnig með 26 stig. Tveggja marka sigur kæmi KR upp fyrir Vestra í 6. sætinu og þar með upp í efri hluta deildarinnar.
Aron Þórður Albertsson tekur út leikbann í liði KR í dag. Stjarnan endurheimtir þá Guðmund Baldvin Nökkvason, Þorra Mar Þórisson, Benedikt Warén og Örvar Eggertsson úr leikbanni.
Fyrri leikur Stjörnunnar og KR endaði með 4-1 sigur Stjörnunnar á Samsungvellinum.
mánudagur 25. ágúst
18:00 KR-Stjarnan (Meistaravellir)
þriðjudagur 26. ágúst
18:00 Víkingur R.-Vestri (Víkingsvöllur)
19:15 Valur-Afturelding (N1-völlurinn Hlíðarenda)
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Valur | 19 | 11 | 4 | 4 | 47 - 28 | +19 | 37 |
2. Víkingur R. | 19 | 10 | 5 | 4 | 34 - 24 | +10 | 35 |
3. Breiðablik | 19 | 9 | 5 | 5 | 34 - 29 | +5 | 32 |
4. Stjarnan | 19 | 9 | 4 | 6 | 36 - 31 | +5 | 31 |
5. FH | 20 | 7 | 5 | 8 | 37 - 32 | +5 | 26 |
6. Vestri | 19 | 8 | 2 | 9 | 20 - 19 | +1 | 26 |
7. KA | 20 | 7 | 5 | 8 | 23 - 35 | -12 | 26 |
8. Fram | 20 | 7 | 4 | 9 | 28 - 28 | 0 | 25 |
9. ÍBV | 20 | 7 | 4 | 9 | 21 - 27 | -6 | 25 |
10. KR | 19 | 6 | 5 | 8 | 40 - 41 | -1 | 23 |
11. Afturelding | 19 | 5 | 6 | 8 | 24 - 30 | -6 | 21 |
12. ÍA | 19 | 5 | 1 | 13 | 20 - 40 | -20 | 16 |
Athugasemdir