Gera lokatilraun til að lokka Bruno Fernandes - Höjlund til Napoli - Rodgers aftur í úrvalsdeildina?
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
Jón Daði: Er með háa standarda á sjálfum mér
Jóhann Birnir: 1-0 er hættuleg forysta
Bjarni Jó: Handónýtur fyrri hálfleikur
Gústi Gylfa: Náðum ekki alveg að spila okkar leik
„Hvernig færi viltu fá ef þú skorar ekki úr þessum?“
Hemmi: Tiltölulega slakur í stúkunni og naut þess að horfa á frábæran fótbolta
Þórsarar ósigraðir frá komu Greko - „Finnum lyktina af einhverju"
Agla María: Auðvitað hefði ég viljað fá þrennuna
Donni: Lang besta liðið á landinu
   sun 24. ágúst 2025 21:21
Haraldur Örn Haraldsson
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Við vorum ekki með grunn atriðin á hreinu," sagði Kjartan Kári Halldórsson leikmaður FH eftir 1-1 jafntefli við ÍBV í kvöld.


Lestu um leikinn: FH 1 -  1 ÍBV

„Við fáum klaufalegt mark á okkur á 88. mínútu, svo lágum við á þeim. Það var gott allavega að fá jafntefli, úr því sem komið var þannig það er bara fínt að fá eitt stig allavega," sagði Kjartan.

Kjartan skoraði jöfnunarmarkið úr aukaspyrnu á lokasekúndum leiksins. Hann hefur sýnt það í sumar að hann er góður í aukaspyrnum.

„Maður er búinn að æfa sig lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur. Það er búið að skila nokkrum mörkum í sumar, vonandi heldur það bara áfram," sagði Kjartan.

FH fer upp í 5. sætið með þessu stigi, en það eru aðeins þrjú stig niður í 10. sætið. Pakkinn er því gríðarlega þéttur og baráttan um að vera í efri sex fyrir skiptingu orðin virkilega spennandi.

„Það er bara gamla góða klisjan að hugsa um næsta leik, ekki hugsa um tvo leiki í einu. Við þurfum bara að gíra okkur almennilega fyrir næsta leik og keyra á það," sagði Kjartan.


Athugasemdir
banner