Gera lokatilraun til að lokka Bruno Fernandes - Höjlund til Napoli - Rodgers aftur í úrvalsdeildina?
banner
   sun 24. ágúst 2025 14:30
Brynjar Ingi Erluson
Billing á leið heim til Danmerkur - Verður liðsfélagi Elíasar
Mynd: EPA
Philip Billing, leikmaður Bournemouth, er á leið aftur heim til Danmerkur en hann er að ganga í raðir Midtjylland. Sky Sports greinir frá.

Billing, sem eyddi síðustu leiktíð á láni hjá Napoli, er ekki í framtíðaráhorfum Bournemouth og hefur verið tjáð að hann megi fara í þessum glugga.

Sky segir hann ætla að samþykkja það, en hann er í viðræðum um að ganga í raðir Midtjylland.

Danska félagið mun greiða um fimm milljónir punda fyrir þennan 29 ára gamla miðjumann.

Billing er uppalinn hjá Esbjerg en fór ungur að árum til Huddersfield Town á Englandi. Árið 2019 gekk hann í raðir Bournemouth fyrir 14 milljónir punda.

Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Elías Rafn Ólafsson er á mála hjá Midtjylland sem situr í 2. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar. Daníel Freyr Kristjánsson er einnig á mála hjá Midtjylland, en er sem stendur á láni hjá Fredericia.

Hann á að baki 5 A-landsleiki með Dönum, en ekkert spilað síðustu tvö ár.
Athugasemdir
banner
banner