Tottenham reynir við Savinho og Paz - Ensk stórlið vilja Rodrygo - Donnarumma með munnlegt samkomulag við City
   mán 25. ágúst 2025 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Leeds nær samkomulagi við Leicester
Mynd: EPA
Leeds United hefur náð samkomulagi við Leicester City um kaup á James Justin.

Sky Sports telur að kaupverðið sé um 10 milljónir punda.

Þessi 27 ára gamli bakvörður hefur þegar gengist undir læknisskoðun hjá Leeds.

Viðræðurnar frestuðust eftir að Justin meiddist um síðustu helgi en þau héldu áfram þegar í ljós kom að meiðslin væru ekki alvarleg.

Leicester er sátt með verðið en félagið hefði beðið um hærri upphæð ef samningurinn hans væri ekki að renna út næsta sumar.
Athugasemdir