Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
   þri 26. ágúst 2025 08:20
Ívan Guðjón Baldursson
Vardy skoðar tilboð frá Cremonese
Mynd: EPA
38 ára gamall Jamie Vardy er samningslaus eftir að hafa verið hjá Leicester City síðastliðin 13 ár.

Hann hefur verið orðaður við ýmis félög víðsvegar um Evrópu í sumar og greinir Sky Sports frá því að hann gæti verið á leið til Cremonese sem leikur í Serie A á Ítalíu.

Vardy er með tilboð á borðinu frá Cremonese en hann er ekki að flýta sér að velja næsta áfangastað. Samningslausir leikmenn geta skipt um félag eftir að félagaskiptaglugginn lokar.

Hann hefur meðal annars verið orðaður við Celtic, Napoli og Wrexham í sumar en Vardy skoraði 10 mörk í 36 leikjum með Leicester á síðustu leiktíð. Hann skoraði 9 mörk og gaf 4 stoðsendingar er Leicester féll úr ensku úrvalsdeildinni.

Sky segir að Vardy hafi áhuga á tilboði Cremonese sem eru nýliðar í Serie A. Hann á þó eftir að fara gaumgæfilega yfir öll tilboðin með fjölskyldu sinni áður en hann tekur ákvörðun um næsta áfangastað.

   19.08.2025 12:07
Ekki fyrsti áhugaverði orðrómurinn í kringum Vardy í sumar

Athugasemdir