Gera lokatilraun til að lokka Bruno Fernandes - Höjlund til Napoli - Rodgers aftur í úrvalsdeildina?
   sun 24. ágúst 2025 14:22
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Fulham og Man Utd: Onana og Sesko á bekknum
André Onana kemur inn í hópinn hjá United, en þarf hins vegar að sætta sig við bekkjarsetu
André Onana kemur inn í hópinn hjá United, en þarf hins vegar að sætta sig við bekkjarsetu
Mynd: EPA
Manchester United heimsækir Fulham í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Craven Cottage klukkan 15:30 í dag. André Onana og Benjamin Sesko eru báðir á bekknum hjá United.

Ruben Amorim, stjóri United, gerir engar stórkostlegar breytingar á byrjunarliðinu.

Amad Diallo kemur inn fyrir Diogo Dalot, en það er hins vegar breyting á bekknum.

Onana kemur á bekkinn í stað Tom Heaton, en Altay Bayindir er áfram með traustið hjá Amorim. Sesko, sem var keyptur frá Leipzig á dögunum, er aftur á bekknum.

Marco SIlva gerir þrjár breytingar frá 1-1 jafnteflinu gegn Brighton. Timothy Castagne, Rodrigo Muniz og Ryan Sessegnon koma inn fyrir Jorge Cuenca, Raul Jimenez og Harry WIlson.

Fulham: Leno; Tete, Andersen, Bassey, Castagne; Berge, Lukic; Sessegnon, King, Iwobi; Muniz

Man Utd: Bayindir; Yoro, De Ligt, Shaw; Amad, Casemiro, B. Fernandes, Dorgu; Mount, Cunha; Mbeumo
Athugasemdir
banner