Gera lokatilraun til að lokka Bruno Fernandes - Höjlund til Napoli - Rodgers aftur í úrvalsdeildina?
   sun 24. ágúst 2025 12:31
Brynjar Ingi Erluson
Kristján Guðmunds þjálfar í portúgölsku deildinni (Staðfest)
Kvenaboltinn
Kristján Guðmundsson
Kristján Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Guðmundsson er tekinn við kvennaliði Damaiense í Portúgal, en samningur hans gildir næstu tvö tímabil. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu í dag.

Þjálfarinn sagði upp störfum hjá Val á dögunum eftir að hafa stýrt liðinu í tæpt ár.

Kristján er stórt nafn í þjálfarabransanum á Íslandi, en hann stýrði karlaliði Vals í tvö ári og kom að bikarmeistaratitlum með bæði Keflavík og ÍBV. Áður en hann tók við Val síðasta haust hafði hann stýrt kvennaliði Stjörnunnar í sex ár.

Hann er kominn með nýtt gigg en hann er tekinn við úrvalsdeildarliði Damaiense í Portúgal. Samningur hans gildir til næstu tveggja ára, en hann tekur við af Tomás Tengarrinha sem var látinn taka poka sinn fyrr í sumar.

Áhugamenn um kvennaboltann ættu að þekkja ágætlega til Damaiense en Þorlákur Árnason stýrði liðinu frá 2023 til 2024 áður en hann kom aftur heim og tók við ÍBV.

Liðið hafnaði í 8. sæti á síðustu leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner