Tottenham reynir við Savinho og Paz - Ensk stórlið vilja Rodrygo - Donnarumma með munnlegt samkomulag við City
   þri 26. ágúst 2025 06:00
Fótbolti.net
Húskerfið vann í getraunum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það hefur ekki farið fram hjá mörgum að enska úrvalsdeildin er hafin. Þá vakna margir tipparar til lífsins og tippa á Enska getraunaseðilinn á laugardögum.


Húskerfi Grindavíkur hefur verið starfandi í mörg ár og gefst félagsmönnum tækifæri til að tippa á Enska getraunaseðilinn. Um síðustu helgi voru seldir 47 hlutir á 1.500 krónur hver. Húskerfið sló í gegn og fékk 13 rétta. Vinningsupphæðin er 3,9 milljónir króna eða tæpar 83 þúsund krónur á hvern hlut sem er 55 föld ávöxtun. Þar að auki skilar starfsemi húsfélagsins beinum tekjum til Grindavíkur þar sem 26% af upphæðinni sem tippað er fyrir hverju sinni, rennur til félagsins.  

Stjórnendur húskefis Grindavíkur hafa staðið sig vel í gegnum árin og hefur félagið alloft fengið 13 rétta. 


Athugasemdir
banner
banner