Tottenham reynir við Savinho og Paz - Ensk stórlið vilja Rodrygo - Donnarumma með munnlegt samkomulag við City
   mán 25. ágúst 2025 19:15
Ívan Guðjón Baldursson
Dibling kominn til Everton (Staðfest)
Mynd: EPA
Everton er búið að festa kaup á kantmanninum efnilega Tyler Dibling sem kemur úr röðum Southampton fyrir 42 milljónir punda.

Dibling er 19 ára gamall og gerir fjögurra ára samning við Everton. Southampton fær svo 20% af hagnaði á endursölu leikmannsins ef hann verður seldur frá Everton fyrir meira en 42 milljónir.

Dibling er áttundi leikmaðurinn sem gengur til liðs við Everton í sumar og hefur félagið því keypt leikmenn fyrir um 125 milljónir punda.

Tottenham og Crystal Palace reyndu einnig við Dibling í sumar en Everton vann kapphlaupið.

Dibling kom að 7 mörkum í 38 leikjum með Southampton á síðustu leiktíð.


Athugasemdir
banner