Tottenham reynir við Savinho og Paz - Ensk stórlið vilja Rodrygo - Donnarumma með munnlegt samkomulag við City
banner
   mán 25. ágúst 2025 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Nottingham Forest á eftir markverði Fenerbahce
Mynd: EPA
Nottingham Forest er í viðræðum við Fenerbahce um kaup á króatíska markverðinum Dominik Livakovic. Nuno Espirito Santo, stjóri Forest, vill fá inn annan markvörð til að veita Matz Sels samkeppni. The Guardian greinir frá þessu.

Angus Gunn gekk til liðs við félagið á frjálsri sölu í sumar en Carlos Miguel og Wayne Hennessey, sem voru á mála hjá félaginu á síðustu leiktíð. Miguel fór heim til Brasilíu en Hennessey lagði hanskana á hilluna og er í þjálfarateymi liðsins.

Nuno hefur gagnrýnt kaupstefnu félagsins en það er vinna í gangi bakvið tjöldin. Félagið vill einnig fá tvo nýja bakverði en Matty Cash er efstur á óskalistanum.

Livakovic er reynslumikill markvörður. Hann er þrítugur króatískur landsliðsmaður. Hann á 66 landsleiki að baki. Hann hefur verið aðalmarkvörður Fenerbahce undanfarin tvö tímabil en hefur ekki verið í liðinu undanfarið.
Athugasemdir