Gera lokatilraun til að lokka Bruno Fernandes - Höjlund til Napoli - Rodgers aftur í úrvalsdeildina?
banner
   sun 24. ágúst 2025 11:00
Brynjar Ingi Erluson
Man City búið að ná samkomulagi við Donnarumma
Mynd: EPA
Manchester City hefur náð munnlegu samkomulagi við ítalska markvörðinn Gianluigi Donnarumma um kaup og kjör en þetta segir Fabrizio Romano í dag.

Donnarumma er á förum frá Evrópumeisturum Paris Saint-Germain áður en glugginn lokar.

Félagið hafði vonast eftir því að framlengja samning hans, en viðræðurnar gengu hægt og illa. PSG tók ákvörðun um að kaupa Lucas Chevalier frá Lille og var því Donnarumma ekki lengur í myndinni.

Hann var utan hóps í Ofurbikar Evrópu og kvaddi síðan stuðningsmenn um helgina.

Fabrizio Romano segir að Manchester City hafi náð samkomulagi við Donnarumma og sé nú í sambandi við PSG um kaup á leikmanninum.

PSG setti upphaflega 50 milljóna evra verðmiða á hann en talið er að hann fari fyrir lægri upphæð.

Man City þarf að losa sig við brasilíska markvörðinn Ederson áður en Donnarumma verður keyptur. Ederson, sem er 32 ára gamall, er orðaður við Galatasaray í Tyrklandi.
Athugasemdir
banner
banner