Glasner efstur á blaði hjá Man Utd - Rashford fær endurkomuleið á Old Trafford - Juventus ræðir við Liverpool um Chiesa
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   lau 26. september 2020 18:25
Sverrir Örn Einarsson
Sveinn: Andlega hliðin ekki nógu sterk í dag
Lengjudeildin
Sveinn Þór Steingrímsson þjálfari Magna
Sveinn Þór Steingrímsson þjálfari Magna
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Magni þurfti að sætta sig við 3-1 tap gegn Grindavík í dag þegar liðin mættust á Grindavíkurvelli. Veðrið setti mikin svip á leikinn sem spilaður var í talsverðum vindi og úrkomu og völlurinn afar þungur og blautur þegar leið á leikinn.

Lestu um leikinn: Grindavík 3 -  1 Magni

„Bara sanngjarnt í rauninni. Einn okkar slakasti leikur í sumar og ég tek það bara á mig. Ég lagði leikinn vitlaust upp það var bara þannig.“ Sagði Sveinn Þór Steingrímsson þjálfari Magna aðspurður um mat hans á leiknum.

Magnamenn léku gegn sterkum vindi í síðari hálfleik og þegar til síðari hálfleiks kom virkuðu þeir þungir og kraftlausir.

„Við brotnuðum svolítið auðveldlega í dag . Þetta hefur ekkert með form eða neitt að gera, við erum alveg ferskir og allt það en andlega hliðin hún var ekki nógu sterk í dag. “

Stutt er í næsta leik hjá Magna sem verður gegn Þrótti í Laugardal næstkomandi þriðjudag í sannkölluðum fallslag. Auðvelt er að kalla þetta algjöran úrslitaleik fyrir Magna sem má ekki við öðru en sigri ætli þeir sér að halda sér i deildinni.

„Það eru 12 stig í pottinum og það er bara næsti leikur sem er á móti Þrótti. Þeir eru í sömu baráttu og við þannig að þetta fer bara eftir því hvernig þú setur leikinn upp.“
Sagði Sveinn Þór Steingrímsson þjálfari Magna aðspurður um mat hans á leiknum.

Magni hefur áður séð slæma stöðu þegar skammt er eftir af mótinu og hafa þeir til að mynda bjargað sér tvívegis frá falli undanfarin tvö ár í lokaumferðinni. Hér áður fyrr var talað um að Guð væri félagi í Fram en eru félagaskiptin ekki orðin formleg bjargi Magni sér í þriðja sinn?

„Jú þú getur alveg horft á það þannig að hann hjálpi okkur í þessu ef það er en við verðum bara að horfa svolítið inn á við og gefa allt í þetta þessa síðustu leiki. Það eru 12 stig í pottinum en við getum ekki boðið uppá svona eins og við buðum uppá í dag en við erum klárir á þriðjudaginn.“

Sagði Sveinn en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner