Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   lau 26. september 2020 18:25
Sverrir Örn Einarsson
Sveinn: Andlega hliðin ekki nógu sterk í dag
Lengjudeildin
Sveinn Þór Steingrímsson þjálfari Magna
Sveinn Þór Steingrímsson þjálfari Magna
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Magni þurfti að sætta sig við 3-1 tap gegn Grindavík í dag þegar liðin mættust á Grindavíkurvelli. Veðrið setti mikin svip á leikinn sem spilaður var í talsverðum vindi og úrkomu og völlurinn afar þungur og blautur þegar leið á leikinn.

Lestu um leikinn: Grindavík 3 -  1 Magni

„Bara sanngjarnt í rauninni. Einn okkar slakasti leikur í sumar og ég tek það bara á mig. Ég lagði leikinn vitlaust upp það var bara þannig.“ Sagði Sveinn Þór Steingrímsson þjálfari Magna aðspurður um mat hans á leiknum.

Magnamenn léku gegn sterkum vindi í síðari hálfleik og þegar til síðari hálfleiks kom virkuðu þeir þungir og kraftlausir.

„Við brotnuðum svolítið auðveldlega í dag . Þetta hefur ekkert með form eða neitt að gera, við erum alveg ferskir og allt það en andlega hliðin hún var ekki nógu sterk í dag. “

Stutt er í næsta leik hjá Magna sem verður gegn Þrótti í Laugardal næstkomandi þriðjudag í sannkölluðum fallslag. Auðvelt er að kalla þetta algjöran úrslitaleik fyrir Magna sem má ekki við öðru en sigri ætli þeir sér að halda sér i deildinni.

„Það eru 12 stig í pottinum og það er bara næsti leikur sem er á móti Þrótti. Þeir eru í sömu baráttu og við þannig að þetta fer bara eftir því hvernig þú setur leikinn upp.“
Sagði Sveinn Þór Steingrímsson þjálfari Magna aðspurður um mat hans á leiknum.

Magni hefur áður séð slæma stöðu þegar skammt er eftir af mótinu og hafa þeir til að mynda bjargað sér tvívegis frá falli undanfarin tvö ár í lokaumferðinni. Hér áður fyrr var talað um að Guð væri félagi í Fram en eru félagaskiptin ekki orðin formleg bjargi Magni sér í þriðja sinn?

„Jú þú getur alveg horft á það þannig að hann hjálpi okkur í þessu ef það er en við verðum bara að horfa svolítið inn á við og gefa allt í þetta þessa síðustu leiki. Það eru 12 stig í pottinum en við getum ekki boðið uppá svona eins og við buðum uppá í dag en við erum klárir á þriðjudaginn.“

Sagði Sveinn en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner