Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
   lau 26. september 2020 18:25
Sverrir Örn Einarsson
Sveinn: Andlega hliðin ekki nógu sterk í dag
Lengjudeildin
Sveinn Þór Steingrímsson þjálfari Magna
Sveinn Þór Steingrímsson þjálfari Magna
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Magni þurfti að sætta sig við 3-1 tap gegn Grindavík í dag þegar liðin mættust á Grindavíkurvelli. Veðrið setti mikin svip á leikinn sem spilaður var í talsverðum vindi og úrkomu og völlurinn afar þungur og blautur þegar leið á leikinn.

Lestu um leikinn: Grindavík 3 -  1 Magni

„Bara sanngjarnt í rauninni. Einn okkar slakasti leikur í sumar og ég tek það bara á mig. Ég lagði leikinn vitlaust upp það var bara þannig.“ Sagði Sveinn Þór Steingrímsson þjálfari Magna aðspurður um mat hans á leiknum.

Magnamenn léku gegn sterkum vindi í síðari hálfleik og þegar til síðari hálfleiks kom virkuðu þeir þungir og kraftlausir.

„Við brotnuðum svolítið auðveldlega í dag . Þetta hefur ekkert með form eða neitt að gera, við erum alveg ferskir og allt það en andlega hliðin hún var ekki nógu sterk í dag. “

Stutt er í næsta leik hjá Magna sem verður gegn Þrótti í Laugardal næstkomandi þriðjudag í sannkölluðum fallslag. Auðvelt er að kalla þetta algjöran úrslitaleik fyrir Magna sem má ekki við öðru en sigri ætli þeir sér að halda sér i deildinni.

„Það eru 12 stig í pottinum og það er bara næsti leikur sem er á móti Þrótti. Þeir eru í sömu baráttu og við þannig að þetta fer bara eftir því hvernig þú setur leikinn upp.“
Sagði Sveinn Þór Steingrímsson þjálfari Magna aðspurður um mat hans á leiknum.

Magni hefur áður séð slæma stöðu þegar skammt er eftir af mótinu og hafa þeir til að mynda bjargað sér tvívegis frá falli undanfarin tvö ár í lokaumferðinni. Hér áður fyrr var talað um að Guð væri félagi í Fram en eru félagaskiptin ekki orðin formleg bjargi Magni sér í þriðja sinn?

„Jú þú getur alveg horft á það þannig að hann hjálpi okkur í þessu ef það er en við verðum bara að horfa svolítið inn á við og gefa allt í þetta þessa síðustu leiki. Það eru 12 stig í pottinum en við getum ekki boðið uppá svona eins og við buðum uppá í dag en við erum klárir á þriðjudaginn.“

Sagði Sveinn en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner