Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
   lau 26. september 2020 18:25
Sverrir Örn Einarsson
Sveinn: Andlega hliðin ekki nógu sterk í dag
Lengjudeildin
Sveinn Þór Steingrímsson þjálfari Magna
Sveinn Þór Steingrímsson þjálfari Magna
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Magni þurfti að sætta sig við 3-1 tap gegn Grindavík í dag þegar liðin mættust á Grindavíkurvelli. Veðrið setti mikin svip á leikinn sem spilaður var í talsverðum vindi og úrkomu og völlurinn afar þungur og blautur þegar leið á leikinn.

Lestu um leikinn: Grindavík 3 -  1 Magni

„Bara sanngjarnt í rauninni. Einn okkar slakasti leikur í sumar og ég tek það bara á mig. Ég lagði leikinn vitlaust upp það var bara þannig.“ Sagði Sveinn Þór Steingrímsson þjálfari Magna aðspurður um mat hans á leiknum.

Magnamenn léku gegn sterkum vindi í síðari hálfleik og þegar til síðari hálfleiks kom virkuðu þeir þungir og kraftlausir.

„Við brotnuðum svolítið auðveldlega í dag . Þetta hefur ekkert með form eða neitt að gera, við erum alveg ferskir og allt það en andlega hliðin hún var ekki nógu sterk í dag. “

Stutt er í næsta leik hjá Magna sem verður gegn Þrótti í Laugardal næstkomandi þriðjudag í sannkölluðum fallslag. Auðvelt er að kalla þetta algjöran úrslitaleik fyrir Magna sem má ekki við öðru en sigri ætli þeir sér að halda sér i deildinni.

„Það eru 12 stig í pottinum og það er bara næsti leikur sem er á móti Þrótti. Þeir eru í sömu baráttu og við þannig að þetta fer bara eftir því hvernig þú setur leikinn upp.“
Sagði Sveinn Þór Steingrímsson þjálfari Magna aðspurður um mat hans á leiknum.

Magni hefur áður séð slæma stöðu þegar skammt er eftir af mótinu og hafa þeir til að mynda bjargað sér tvívegis frá falli undanfarin tvö ár í lokaumferðinni. Hér áður fyrr var talað um að Guð væri félagi í Fram en eru félagaskiptin ekki orðin formleg bjargi Magni sér í þriðja sinn?

„Jú þú getur alveg horft á það þannig að hann hjálpi okkur í þessu ef það er en við verðum bara að horfa svolítið inn á við og gefa allt í þetta þessa síðustu leiki. Það eru 12 stig í pottinum en við getum ekki boðið uppá svona eins og við buðum uppá í dag en við erum klárir á þriðjudaginn.“

Sagði Sveinn en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir