Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Lene Terp: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
   lau 26. september 2020 18:25
Sverrir Örn Einarsson
Sveinn: Andlega hliðin ekki nógu sterk í dag
Lengjudeildin
Sveinn Þór Steingrímsson þjálfari Magna
Sveinn Þór Steingrímsson þjálfari Magna
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Magni þurfti að sætta sig við 3-1 tap gegn Grindavík í dag þegar liðin mættust á Grindavíkurvelli. Veðrið setti mikin svip á leikinn sem spilaður var í talsverðum vindi og úrkomu og völlurinn afar þungur og blautur þegar leið á leikinn.

Lestu um leikinn: Grindavík 3 -  1 Magni

„Bara sanngjarnt í rauninni. Einn okkar slakasti leikur í sumar og ég tek það bara á mig. Ég lagði leikinn vitlaust upp það var bara þannig.“ Sagði Sveinn Þór Steingrímsson þjálfari Magna aðspurður um mat hans á leiknum.

Magnamenn léku gegn sterkum vindi í síðari hálfleik og þegar til síðari hálfleiks kom virkuðu þeir þungir og kraftlausir.

„Við brotnuðum svolítið auðveldlega í dag . Þetta hefur ekkert með form eða neitt að gera, við erum alveg ferskir og allt það en andlega hliðin hún var ekki nógu sterk í dag. “

Stutt er í næsta leik hjá Magna sem verður gegn Þrótti í Laugardal næstkomandi þriðjudag í sannkölluðum fallslag. Auðvelt er að kalla þetta algjöran úrslitaleik fyrir Magna sem má ekki við öðru en sigri ætli þeir sér að halda sér i deildinni.

„Það eru 12 stig í pottinum og það er bara næsti leikur sem er á móti Þrótti. Þeir eru í sömu baráttu og við þannig að þetta fer bara eftir því hvernig þú setur leikinn upp.“
Sagði Sveinn Þór Steingrímsson þjálfari Magna aðspurður um mat hans á leiknum.

Magni hefur áður séð slæma stöðu þegar skammt er eftir af mótinu og hafa þeir til að mynda bjargað sér tvívegis frá falli undanfarin tvö ár í lokaumferðinni. Hér áður fyrr var talað um að Guð væri félagi í Fram en eru félagaskiptin ekki orðin formleg bjargi Magni sér í þriðja sinn?

„Jú þú getur alveg horft á það þannig að hann hjálpi okkur í þessu ef það er en við verðum bara að horfa svolítið inn á við og gefa allt í þetta þessa síðustu leiki. Það eru 12 stig í pottinum en við getum ekki boðið uppá svona eins og við buðum uppá í dag en við erum klárir á þriðjudaginn.“

Sagði Sveinn en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner