Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 26. september 2021 16:20
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Dybala og Morata missa af leiknum gegn Chelsea
Paulo Dybala
Paulo Dybala
Mynd: Getty Images
Juventus vann Sampdoria 3-2 í ítölsku deildinni í dag.

Paulo Dybala kom Juventus yfir eftir 10 mínútna leik en þurfti síðan að fara af velli vegna meiðsla tíu mínútum síðar. Alvaro Morata var einnig í byrjunarliðinu og fór meiddur af velli.

Juventus fær Chelsea í heimsókn á miðvikudaginn í Meistaradeildinni og liðið leikur síðan gegn Torino í grannaslag í deildinni um næstu helgi.

Massimo Allegri þjálfari Juventus staðfestir að Dybala og Morata muni missa af leikjunum tveimur.

„Dybala og Morata munu ekki spila gegn Chelsea og Torino. Það er klárt. Við vonum að við fáum þá til baka eftir landsleikjahléið."

Það er landsleikjahlé eftir Torino leikinn en liðið mætir síðan Roma og Inter í deildinni eftir það og Zenit í Meistaradeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner