Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 26. september 2021 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pedro Hipolito langar að koma aftur til Íslands
Pedro Hipolito.
Pedro Hipolito.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Portúgalski þjálfarinn Pedro Hipolito er enn án starfs eftir að hann sagði upp störfum hjá Næstved í Danmörku fyrr í sumar.

Hipolito tók við Næstved á síðasta ári og stýrði liðinu til fjórða sætis í C-deildinni í Danmörku. Markmiðið var að enda á meðal efstu sex liða í deildinni.

Hann ákvað að hætta í kjölfar breytinga á eignarhaldi og skipulagsbreytinga.

Hipolito er fyrrum þjálfari Fram og ÍBV, liðanna sem voru að komast upp úr Lengjudeildinni. Pedro fylgist enn með íslenska boltanum og er hann sagður himinlifandi með að sjá sín fyrrum félög á nýjan leik í efstu deild.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net þá horfir Pedro til Íslands; hann er spenntur að koma aftur hingað til lands að þjálfa. Honum líkar vel við hraðann og ákefðina í fótboltanum hér á landi. Sá portúgalski er með UEFA PRO réttindi.

Pedro er alinn upp hjá Benfica og lék á sínum ferli með nokkrum liðum í efri deildum í Portúgal. Hann lék sem miðjumaður og á 45 leiki með yngri landsliðum Portúgal. Lék hann þar til dæmis með leikmönnum eins og Maniche, Simao Sabrosa og Ricardo Carvalho.
Athugasemdir
banner
banner