Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 26. september 2021 21:37
Brynjar Ingi Erluson
„Þetta var fyrir stuðningsmennina"
Mikel Arteta
Mikel Arteta
Mynd: EPA
Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var þakklátur fyrir stuðninginn eftir 3-0 sigur liðsins á Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Arsenal fór illa af stað á tímabilinu og tapaði fyrstu þremur leikjum deildarinnar.

Liðið hefur nú unnið síðustu þrjá leiki og er kominn góður taktur í liðið.

Arteta vildi þakka stuðningsmönnum sérstaklega fyrir eftir sigurinn í nágrannaslagnum.

„Þessi sigur var fyrir stuðningsmennina. Þeir voru þarna þegar við þurftum á þeim að halda. Við byrjuðum vel og vorum ákveðnir og í síðari hálfleik þá gerðum við nákvæmlega það sem við þurftum að gera," sagði Arteta.

„Ég var mest ánægður með viljann, sannfæringuna og tengslin við fólkið."

„Við þurfum bara að halda öllum heilum því við þurfum á öllum að halda. Þetta var akkúrat rétta blandan af reynslumiklum leikmönnum og ungum leikmönnum."

„Þetta var sérstakur dagur. Þessi dagur í dag er dæmi um það sem við viljum gera en við verðum að vera stöðugir,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner