Solskjær, Alonso, Tel, Reijnders, Kimmich, Zaniolo, Watkins og fleiri góðir koma við sögu í slúðri dagsins
   þri 26. september 2023 20:23
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu markið: Martial opnaði markareikning sinn
Anthony Martial var að skora fyrsta mark sitt á tímabilinu
Anthony Martial var að skora fyrsta mark sitt á tímabilinu
Mynd: EPA
Franski sóknarmaðurinn Anthony Martial er búinn að gera út um leikinn á Old Trafford og er Manchester United nú 3-0 yfir gegn Crystal Palace í deildabikarnum.

Leikmenn United áttu gott uppspil inn á vallarhelmingi Palace áður en varnarmaður Palace náði að hreinsa út á Casemiro sem kom með frábæra fyrirgjöf á fjærstöngina.

Þar mætti Martial á ferðinni og setti boltann efst í fjærhornið. Fyrsta mark hans á tímabilinu.

Hægt er að sjá markið hér fyrir neðan.

SJáðu markið hjá Martial
Athugasemdir
banner
banner
banner